- Advertisement -

Staða hjúkrunarheimila hefur veikst í tíð ríkisstjórnarinnar

„…tryggt sé að rekstrarfjármagn og rekstrarheimildir séu tryggð á árunum 2023 og 2024…“

„Mig langar til þess að spyrja ráðherra um stöðuna, um hvaða plan sé í gangi og jafnframt að gefnu tilefni hvernig og hvenær ætlunin er að uppfylla það sem kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að hugað verði að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í morgun og beindi orðum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Áður en Svandís svaraði bætti Hanna Katrín við:

„Á þeim tveimur fjárlagaárum sem núverandi ríkisstjórn hefur setið við stjórnvölinn hefur rekstrargrunnurinn verið skertur í stað þess að styrkja hann. Það eru engin teikn á lofti sé litið í fjármálaáætlun um að styrkja hann á næstunni. Það er enginn samningur, aðgerðirnar ganga þvert gegn loforðum og óvissa er fram undan. Stórt er spurt, en svarið er mikilvægt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svandís sagði: „Ég tek líka til þess, og ég hef raunar nefnt það bæði hér í þingsalnum og líka við háttvirta fjárlaganefnd, að það þarf að búa svo um hnútana að tryggt sé að rekstrarfjármagn og rekstrarheimildir séu tryggð á árunum 2023 og 2024 í fjármálaáætlun þar sem við gerum í raun og veru enn þá ráð fyrir mikilli uppbyggingu, en rekstrarheimildir eru ekki tryggðar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: