- Advertisement -

Staðbundnir fjölmiðlar

Gunnar Smári skrifar:

Það var margt athygli vert sem ég sá í Noregi þegar við fjölskyldan keyrðum upp eftir allri strönd landsins fyrir fáeinum árum, frá Osló til Kirkenes. Eitt var að sjávarútvegsstefna Norðmanna og landbúnaðarstefna tryggir öflugar sveitir og sterkar sjávarbyggðir. Annað var að í hverjum bæ var ritstjórnarskrifstofa í miðju bæjarins, skammt frá þar sem kirkjan tók á móti útigangsfólki og gaf því mat og drykk. Sjávarútvegs-, landbúnaðar- og menningarstefna norskra stjórnvalda miðar að því að styrkja og efla byggðir; ekki að því að hin fáu ríku geti sogið úr þeim allan lífskraft. Og forsenda öflugs samfélags er m.a. fjölmiðill sem heldur utan nærsamfélagið, við getum ekki búið í þorpi eða bæ en lifað innan heimsmyndar fjölmiðla sem eru reyna að draga línuna um landið allt.

https://stundin.is/grein/10637/aratugalangri-sogu-baejarblada-lokid/?fbclid=IwAR2y9eg6_lQMEKGNONhlU80h1F-wBPiqIRl-pT7SROm3ceQ_6saUJKC0jRI


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: