Víða í Mogga dagsins er að finna greinar, fréttir eða viðtöl þar sem nánast er gert ráð fyrir að framundan séu endalok sjávarútvegs á Íslandi. Alla vega í núverandi mynd. Engin skip eða bátar verði endurnýjaðir, hvað þá fiskvinnslur eða annað það sem tengist nútíma sjávarútvegi. Og það sem meira er að ábyrgðarfólk ríkisstjórnarinnar sé farið á taugum og þori ekki að standa fyrir máli sínu.
Það gerði reyndar atvinnuvegaráðherrann, Hanna Katrín Friðriksson, þegar hún mætti formanni Framsóknar í Kastljósi þar sem hún „pakkaði honum saman“.
Í leiðara Moggans í dag segir að Heiðrún Lind Marteinsdóttir , hjá SFS, að ráðherrar hafi vissulega hitt forystu SFS og þar; „…blasir við að það samráð var aðeins til málamynda, en hún segir ráðherrana í þokkabót hafa haldið fram ósannindum í framsetningu sinni á tillögunum.“
Þar segir og: „Af greinargerð frumvarpsins er líka ljóst að ráðherrarnir hafa ekki leitað samráðs við hagsmunaaðila á borð við sveitarfélög eða verkalýðshreyfingu.“
„…sem lýðveldið Ísland byggir á. Tiltrúin á stjórnina eykst ekki við það.“
Svo segir í leiðaranum: „Um það mætti eflaust deila ef ráðherrar eða aðrir stjórnarliðar þyrðu að koma og standa fyrir máli sínu. En það þora þeir ekki. Ráðherrum og fjölda stjórnarþingmanna var boðið að koma í Spursmál til þess að ræða um frumvarpsdrögin við Heiðrúnu Lind, en enginn þeirra vildi þekkjast boðið. Sú mun og reynsla annarra fjölmiðla.
Það bendir ekki til þess að stjórnarliðið hafi góða trú á frumvarpsdrögunum eða rökunum fyrir því, ef enginn þorir að tala fyrir því nema andmælalaust.
Það bendir ekki heldur til mikillar trúar ríkisstjórnarinnar á því gangverki lýðræðis og löggjafar, sem lýðveldið Ísland byggir á. Tiltrúin á stjórnina eykst ekki við það.“
Svona er barist í dag. Hvað verður þegar málið verður rætt í þinginu? Má vera að Mogginn óttist sérstaklega að útgerðin muni draga úr stuðningi við útgáfu Morgunblaðsins?