- Advertisement -

Mogginn heldur að ráðherrar óttist sig

Víða í Mogga dagsins er að finna greinar, fréttir eða viðtöl þar sem nánast er gert ráð fyrir að framundan séu endalok sjávarútvegs á Íslandi. Alla vega í núverandi mynd. Engin skip eða bátar verði endurnýjaðir, hvað þá fiskvinnslur eða annað það sem tengist nútíma sjávarútvegi. Og það sem meira er að ábyrgðarfólk ríkisstjórnarinnar sé farið á taugum og þori ekki að standa fyrir máli sínu.

Það gerði reyndar atvinnuvegaráðherrann, Hanna Katrín Friðriksson, þegar hún mætti formanni Framsóknar í Kastljósi þar sem hún „pakkaði honum saman“.

Í leiðara Moggans í dag segir að Heiðrún Lind Marteinsdóttir , hjá SFS, að ráðherrar hafi vissulega hitt forystu SFS og þar; „…blas­ir við að það sam­ráð var aðeins til mála­mynda, en hún seg­ir ráðherr­ana í þokka­bót hafa haldið fram ósann­ind­um í fram­setn­ingu sinni á til­lög­un­um.“

Þar segir og: „Af grein­ar­gerð frum­varps­ins er líka ljóst að ráðherr­arn­ir hafa ekki leitað sam­ráðs við hags­munaaðila á borð við sveit­ar­fé­lög eða verka­lýðshreyf­ingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…sem lýðveldið Ísland bygg­ir á. Til­trú­in á stjórn­ina eykst ekki við það.“

Svo segir í leiðaranum: „Um það mætti ef­laust deila ef ráðherr­ar eða aðrir stjórn­ar­liðar þyrðu að koma og standa fyr­ir máli sínu. En það þora þeir ekki. Ráðherr­um og fjölda stjórn­arþing­manna var boðið að koma í Spurs­mál til þess að ræða um frum­varps­drög­in við Heiðrúnu Lind, en eng­inn þeirra vildi þekkj­ast boðið. Sú mun og reynsla annarra fjöl­miðla.

Það bend­ir ekki til þess að stjórnarliðið hafi góða trú á frum­varps­drög­un­um eða rök­un­um fyr­ir því, ef eng­inn þorir að tala fyr­ir því nema and­mæla­laust.

Það bend­ir ekki held­ur til mik­ill­ar trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar á því gang­verki lýðræðis og lög­gjaf­ar, sem lýðveldið Ísland bygg­ir á. Til­trú­in á stjórn­ina eykst ekki við það.“

Svona er barist í dag. Hvað verður þegar málið verður rætt í þinginu? Má vera að Mogginn óttist sérstaklega að útgerðin muni draga úr stuðningi við útgáfu Morgunblaðsins?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: