Og losaraleg reynsla og áróður voru höfð uppi til að réttlæta hana.
Víst er að þennan hluta leiðara Moggans í dag fer ekki æa mili mála að það er „foringinn“ sem skrifaði. Mest um sjálfan sig:
„Um áratuga skeið voru 15 borgarfulltrúar í Reykjavík. Hin langa reynsla þar benti alls ekki til þess að það væri brýnast alls að fjölga borgarfulltrúum úr 15 um næstum helming í 21 fulltrúa. Það var eitt fyrsta verk „vinstri meirihluta“ að stofna til þessarar óþarfa eyðslu. Og losaraleg reynsla og áróður voru höfð uppi til að réttlæta hana.
Sjálfstæðisflokkurinn náði fljótt meirihluta borgarfulltrúa á ný, með myndarlegum sigri sínum í næstu kosningum á eftir. Eitt af fyrstu verkum nýs meirihluta var að breyta reglum um fjölda borgarfulltrúa úr 21 í 15. Ekki varð betur séð en að sá hóflegi fjöldi gerði sig mjög vel með skilvirkri stjórn í höfuðborginni. Og vissulega vantaði ekkert upp á að störf kjörinna fulltrúa blessuðust vel þegar þessi sparnaður fór að skila sér að nýju. En allmörgum kjörtímabilum síðar, þegar flokkar vinstrimanna slysuðust á ný til valda, vildu þeir endilega auka fyrrnefndan óþarfa kostnað á ný í Reykjavík. Að þessu sinni var ekki látið duga að fjölga í 21 heldur eru borgarfulltrúarnir nú 23.
„…nú vita allir Reykvíkingar í hvílíkt óefni er komið!“
En ekki leið á löngu þar til vinstrimenn tóku að nota meirihluta sinn til að eyða og spenna allt þar til fjárhagsstaða borgarinnar, sem jafnan hafði verið mjög gætileg, fór úr öllum böndum og allir vita hvernig þetta endaði. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar var keyrð í rusl og skuldir hennar hlóðust samfellt upp. Og nú er þar meirihluti sem sér ekki út úr augum og þekkir lítt til borgarrekstursins. Byrjað var smátt á eyðsluöldunni í Reykjavík og nú vita allir Reykvíkingar í hvílíkt óefni er komið!“
*Heitið „foringinn“ á við Davíð Oddsson. Árum saman var hann af mörgum samflokksmönnum sínum oftast nefndur „foringinn“. Sjaldan var talað um hann sem Davíð.