- Advertisement -

Stærðin skipir Bjarna ekki máli

Flotholtin tvö, Framsókn og Vinstri græn, munu fleyta Bjarna og hans erindi eins langt og Bjarni kýs og vill. Þetta veit Bjarni.

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, skrifar:

-sme

Stærðin skipir Bjarna ekki máli. „Pólitík“ Bjarna snýst ekki um framtíð Sjálfstæðisflokksins. Og hefur aldrei gert. Þátttaka Bjarna í stjórnmálum er bundin árangri. Árangri fyrir hann og honum líka. Árangri fyrir auðmenn. Ekkert og ekkert annað. Flýtur á meðan ekki sekkur. Hvað sem fólki kann að þykja um Bjarna er hann nógu klár til að vita að skútan hans míglekur. Hann verður því að hafa hraðar hendur og ljúka því sem ætlast er til af honum. Bakland Bjarna krefst þess að hann tryggi sérréttindi þeirra auðugustu. Og nú liggur á. 18,3 prósent.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það er gott fyrir Bjarna að eiga góða að.

Bjarni hefur uppfyllt nær allar óskir og kröfur síns baklands. Meira er samt ógert. Því þarf að drífa það af meðan flokkurinn helst ofan sjávar. Flotholtin tvö, Framsókn og Vinstri græn, munu fleyta Bjarna og hans erindi eins langt og Bjarni kýs og vill. Þetta veit Bjarni.

Hans vegna má Sjálfstæðisflokkurinn fara hvert sem vill. Það verður ekki spurt um afleiðingarnar. Í baklandinu verður spurt um áframhaldandi árangur. Árangur í hagsmunamálum þess. Það mun koma í hlut annarra að reyna að reisa flokkinn við.

Það sem meira er. Það mun kosta átök og áraraðir að leiðrétta misskiptingu Bjarna Benediktssonar. Honum er sama um það. Er ekki og verður ekki hans mál. Hann er tilbúinn að bretta upp ermarnar og ljúka erindi sínu sem fyrst. Það er jú erindi hans í stjórnmálin. Ekkert annað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: