- Advertisement -

Steingrímur á í vanda með Pírata

„Þeim verður ekki áfrýjað og þau eru ekki til umræðu.“

Steingrímur J. Sigfússon virðist ekki eiga sjö dagana sæla í stóli forseta Alþingis. Píratar eiga auðvelt með að pirra Steingrím. Miðjan hefur áður sagt frá  athugasemdum Steingríms vegna orða Jóns Þórs Ólafssonar, þegar þingmaðurinn fann að óskum formanns Sambands sveitarfélaga, Aldísar Hafsteinsdóttur í Hveragerði, að Alþingi dragi hana oog aðra bæjarstjóra að landi, með lagasetningu. Bæjarstjórarnir eiga nú i baráttu gegn lægst launaða starfsfólki sveitarfélaganna.

„Það er fyllilega eðlilegt að því sé svarað hér á Alþingi þegar formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga talar um aðkomu Alþingis að mögulegum verkföllum. Það er náttúrlega ekkert annað en dulin hótun um að leita liðsinnis Alþingis við að setja lög á verkföll fátækasta starfsfólks sveitarfélaganna. Það er fyllilega eðlilegt þegar slíkur bolti er gefinn upp af formanni opinbers batterís, um aðkomu Alþingis að slíku, að því sé svarað hérna,“ sagði Jón Þór Ólafsson.

„Ég vil benda á að ef Alþingi getur haft afskipti að því og svipt lægst launaða fólkið í landinu réttindum sínum í kjaramálum þá er líka hægt að hafa afskipti af réttindum sveitarfélaga í kjaramálum til að ganga að samningum sem eru að lágmarki í samræmi við velferðarsamningana sem Reykjavíkurborg gerði, með velferð barna í huga. Það er hægt að gera það líka, með velferð barna í forgangi. Semjið þið. Horfið til fordæmis velferðarsamninga Reykjavíkurborgar og standið með börnunum,“ sagði  Jón Þór.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon:
Þegar forsetar þeir sem eru á stóli hverju sinni sjá ástæðu til að gera athugasemdir við orðanotkun, orðfæri eða beina tilmælum til þingmanna um að gæta hófs í orðavali eru þær athugasemdir, þau tilmæli endanleg.

Steingrímur brást við: „Forseti gerir ráð fyrir því að háttvirtur þingmaður hafi verið að bregðast við því að forseti gerði athugasemdir og hvatti háttvirtan þingmann til að gæta hófs í orðavali. Forseti var ekki að gera athugasemdir við það efni sem háttvirtur þingmaður tók fyrir. Á þessu tvennu er grundvallarmunur.

„Þegar forsetar þeir sem eru á stóli hverju sinni sjá ástæðu til að gera athugasemdir við orðanotkun, orðfæri eða beina tilmælum til þingmanna um að gæta hófs í orðavali eru þær athugasemdir, þau tilmæli endanleg. Þeim verður ekki áfrýjað og þau eru ekki til umræðu.“

„Það er lágmark að forseti rökstyðji ákvörðun sína, hann færi fyrir því rök hvaða ummæli ég hafði uppi sem ætti að passa,“ sagði Jón Þór. „Ég sagði að ákvörðun um að setja lög á verkföll lægst launaða fólks í landinu, sem á fátækustu börnin í landinu, væri barnfjandsamlegt. Mér finnst það. Er það vegna þess orðs? Var það að ég sagði að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í eða ætti að skammast sín?“

Forseti endurtekur að úrskurðir eða athugasemdir forseta af þessu tagi, sem falla undir að halda uppi góðri reglu á þingfundum, eru ekki til umræðu. Þeir eru endanlegir.

„Það er alvenjulegt að forsetar beini vinsamlegum tilmælum til þingmanna um að gæta hófsemdar í orðanotkun. Það er alvenjulegt. Þá er ekki venjan að tilgreina sérstaklega hvað það var sem kveikti þá þörf hjá forseta að koma með slíkar vinsamlegar ábendingar,“ sagði Steingrímur J. „Það er alvenjulegt. Grípi forseti til þess ráðs að víta þingmenn ber honum að tilgreina þau ummæli sem vítt eru. Það er allt annar hlutur. Forseti endurtekur að úrskurðir eða athugasemdir forseta af þessu tagi, sem falla undir að halda uppi góðri reglu á þingfundum, eru ekki til umræðu. Þeir eru endanlegir, þeim verður ekki áfrýjað og þeir eru ekki til umræðu.“

„Fyrst það er nú einu sinni forseti sem kveður upp þennan úrskurð sem má ekki áfrýja eða ræða, sem er undarlegt til að byrja með, við höfum ákveðið málfrelsi við þetta ræðupúlt, vil ég tala til forseta og spyrja nákvæmlega hvað það var til þess að við getum passað okkur á þessu orðfari í framtíðinni,“ sagði Björn Leví Gunnarsson. „Á ég að endurtaka hluta af ræðunni og athuga hvort ég fái athugasemdir? Þá er komin svona útilokunaraðferð, hvort það var þetta eða hitt sem við eigum að passa okkur í framtíðinni. Að sjálfsögðu er mjög eðlileg krafa að fá að vita hvað var svona ámælisvert í ræðunni til þess að við getum skoðað hvort það sé málefnalegt eða eitthvað sem forseti sjálfur kannski tók í fljótfærni ákvörðun um og gæti viljað endurskoðað þann dóm sjálfur. Það er ekki hægt að áfrýja til neins annars en forseta.“

Blaðamaður: Sigurjón Magnús Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: