- Advertisement -

Steingrímur ánægður með Alþingi

Alþingi / „Margt er um Alþingi skrifað og skrafað eins og eðlilegt er og stundum erum við þingmenn býsna hörð í dómum um okkur sjálf. Það er sjaldnar sem Alþingi er hrósað en það skal nú gert og eins þótt það sé forseti Alþingis sjálfur sem það gerir. Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri sem nú er að baki og verður væntanlega eftirminnilegur öllum þeim sem hlut áttu að máli.“

Þetta sagði þingforsetinn Steingrímur J. Sigfússon í lokaræðu sinni fyrir frestun Alþingis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: