- Advertisement -

Steingrímur J. ruglaðist á þingmönnum

„Þann 2. mars síðastliðinn var samþykkt beiðni mín og 26 þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna skýrslu, úttekt á því hvernig staðið hefur verið að flutningi þess verkefnis sem lýtur að skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna. Í skýrslubeiðninni kemur fram að samráð skuli haft við þingflokka um að finna óháðan aðila til verksins. Samkvæmt þingsköpum ætti þessi skýrsla að verða kynnt okkur í þinginu hér í næstu viku. Það er nokkuð ljóst að svo er ekki,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn.

„Enginn þingflokkur kannast við það að hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra um þessa vinnu og það sem í vændum er og í morgun kom fram á fundi velferðarnefndar að enginn þeirra sérfræðinga í málaflokknum kannast heldur við það að hafa fengið einhverjar upplýsingar eða meldingar um að þessi vinna væri að fara af stað af hálfu ráðherrans. Ég spyr því forseta hver staða málsins er og óska eftir því að þær upplýsingar komi fram í ljósi þess að þessi skýrsla á að vera væntanleg inn í þingið í næstu viku,“ sagði hún.

„Forseti getur það eitt upplýst að hann hefur í samráði við fyrsta skýrslubeiðanda átt samtöl við…,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingforseti.

Þá kallaði Þorbjörg Sigríður: „Það er ég.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þá er forseti að rugla saman skýrslum og biðst velvirðingar. Forseti hélt að hér væri undir skýrsla sem háttvirtur þingmaður Hanna Katrín Friðriksson væri fyrsti beiðandi að. En það er ekki. Þá getur forseti litlu til um málið svarað en sjálfsagt mál að kanna það.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: