- Advertisement -

Steingrímur jafnar sig við forseta Íslands

„Svo ætlar forseti að segja að ef einhver þingmaður hefði talað um forseta Íslands eins og háttvirtur þingamaður Logi Einarsson talaði um forseta sinn áðan hefði sá þingmaður verið víttur. Í 94. gr. þingskapa er talað um hvað gerist ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands o.s.frv., en forseti ætlar að láta þingmönnum sjálfum það eftir hvernig þeir kjósa að tala um sinn forseta, þ.e. forseta Alþingis, og er seinþreyttur til vandræða í þeim efnum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

En hvað sagði Logi sem fór svo heiftarlega illa í Steingrím:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Logi Einarsson:
Stundum finnst mér herra forseti telja sig misskildasta manninn í húsinu.

„Stundum finnst mér herra forseti telja sig misskildasta manninn í húsinu. Ég skildi orð háttvirts þingmanns Jóns Þórs Ólafssonar þannig að herra forseti væri að ræða þann möguleika að lengja frestina til að koma til móts við kannski raunverulega stöðu þannig að mér fannst ekkert óeðlilegt við þau orð og fyrst ég er kominn hingað upp verð ég bara að fá að segja að mér finnst nefnilega herra forseti oft draga taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar.“

„Mér liggur kannski ekki jafn mikið og hjarta og herra forseta en ég tel að ég hafi á engan hátt vegið að æru forseta. Það eina sem ég geri er að lýsa upplifun minni. Ef þess er óskað get ég dregið fram nokkur myndbrot til stuðnings því sem ég er að tala um,“ sagði Logi. Nokkrir þingmenn voru ekki síður undrandi á forseta þingsins.

Síðar sagði Steingrímur þingforseti:

Forseti bakkar ekki með það að það að kalla forseta Alþingis blaðafulltrúa ríkisstjórnar eða lítinn einræðisherra er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það en forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða neinum einasta þingmanni, svo dæmi sé tekið, að tala um forseta Íslands.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: