- Advertisement -

Steingrímur stórmóðgaður á forsetastóli

Logi um SJS; á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

„Forseti hvetur háttvirtan þingmann til að íhuga að draga þessi ummæli til baka og biðjast velvirðingar. Svona tala þingmenn ekki við forseta sinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vegna þessara orða Jóns Þór Ólafssonar:

„Mér finnst mjög áhugavert að heyra hæstvirtan forseta Alþingis róa í hina áttina og tala um að lengja tímann sem við höfum til að fá upplýsingar í krafti eftirlitshlutverks okkar. Það er mjög áhugavert. Ég vona að forseti taki þessi orð til greina og svari þessu.“

„Háttvirtur þingmaður sagði að forseti reri í gagnstæða átt því sem forsætisráðherra beitti sér fyrir, þ.e. að auka gagnsæi í störfum þingsins, og því hafnar forseti. Forseti rær í enga slíka átt,“ svaraði Steingrímur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Logi Einarsson gat ekki á sér setið: „Stundum finnst mér herra forseti telja sig misskildasta manninn í húsinu. Ég skildi orð háttvirts þingmanns Jóns Þórs Ólafssonar þannig að herra forseti væri að ræða þann möguleika að lengja frestina til að koma til móts við kannski raunverulega stöðu þannig að mér fannst ekkert óeðlilegt við þau orð og fyrst ég er kominn hingað upp verð ég bara að fá að segja að mér finnst nefnilega herra forseti oft draga taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar.“

Svo kom ákveðin yfirlýsing frá Steingrími J: „Allt þetta er nú undir og mun að lokum ráðast til lykta annars staðar en í þingsalnum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: