- Advertisement -

Stjórnarflokkarnir ósamstíga um hvaleiðar

Inga Sæland og Katrín Jakobsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í dag að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhald hvalveiða.

„Fyrir liggur að flokkarnir í ríkisstjórninni hafa mjög ólíka sýn, og flokkarnir á Alþingi, á hvalveiðar en um þær er ekki fjallað sérstaklega í stjórnarsáttmála,“ sagði forsætisráðherra þegar hún svaraði Ingu Sæland um hvaða áform eru uppi um áframhald hvalveiða.

Inga minnti á til þess að gera nýlega ályktun Vinstri grænna, þar sem segir:

„Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna.“

„Ég spyr hæstvirtan forsætisráðherra: Ætlar ríkisstjórnin á ný að gefa út ný veiðileyfi og kvóta til veiða á langreyðum í lögsögu Íslands?“

„Fyrir liggur að flokkarnir í ríkisstjórninni hafa mjög ólíka sýn, og flokkarnir á Alþingi, á hvalveiðar en um þær er ekki fjallað sérstaklega í stjórnarsáttmála. Þar var ekki tekin nein pólitísk ákvörðun um framhaldið heldur að við yrðum fyrst og fremst að láta þetta mat fara fram,“ svaraði Katrín. Og af því að háttvirtur þingmaður spyr hvort búið sé að taka þessa ákvörðun get ég sagt háttvirtum þingmanni að sú ákvörðun hefur ekki verið tekin.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: