- Advertisement -

Stjórnvöld eru peð fyrirtækja og málpípur

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Katrín Baldursdóttir.

Hræsnin í umhverfismálum er alveg gríðarleg. Á sama tíma og þrýst er á einstaklinga um að breyta sínum lifnaðarháttum þá er stórfyrirtækjunum leyft að framleiða nánast alveg óhindrað, vaða yfir náttúruna á skítugum skónum og framleiða endalaust og botnlaust með framleiðsluaðferðum sem leiða til hamfarahlýnunar á svo stórum skala að maður hefur ekki einu sinni hugmyndaflug til að ímynda sér það. Einstaklingur sem gleymdi innkaupapokanum úr taui heima hjá sér þegar hann fór að versla kemur bugaður af sektarkennd út úr búðinni yfir því að hafa keypt plastpoka undir vörurnar, sem vel að merkja eru flestar í plastumbúðum. Samt labbaði hann fram hjá heilu rekkunum af drykkjuvöru í plasti sem stórfyrirtæki eins og Coca Cola og Pepsi framleiða. Afhverju er ekki löngu búið að banna þessum fyrirtækjum að tappa drykkjunum á plastflöskur? Af hverju er ekki löngu búið að taka fram fyrir hendurnar á aðalleikurunum í hamfarahlýnuninni og stoppa þá af? Gera þeim að breyta um framleiðsluaðferðir! Það er auðvitað vegna þess að þessi stórfyrirtæki ráða öllu í heiminum í krafti auðs og peninga. Stjórnvöld ríkja eru peð þessara fyrirtækja og málpípur. Og auðvitað er það alveg frábært fyrir þessi stórfyrirtæki þegar ábyrgðinni er varpað á einstaklinga, fjölskyldur, lítil fyrirtæki og sveitarfélög að taka til hjá sér. Og á hið opinbera svo lengi sem það ógnar ekki veldi stórfyrirtækja og elítanna í hverju landi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er ástæðan fyrir því að plastið finnst í líkömum barnanna okkar eins og lýst er í þessari grein í Der Spiegel sem er mjög virt þýskt tímarit. Nýleg rannsókn sýnir að plastefni fundust í nærri öllum blóð- og þvagsýnum sem tekin voru úr börnunum í rannsókninni. Þetta getur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar á heilsu barna sérstaklega þeim sem koma úr efnaminni fjölskyldum. Þá voru yngstu aldurshóparnir líklegastir til þess að hafa innbyrt plastagnir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: