- Advertisement -

Stjórnvöld verða að stíga inn með launafólki og skuldsettu fólki

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Radiðnaðarsambandsins:

Jæja kæru vinir. 10%+ verðbólga. Nú verða stjórnvöld að stiga inn með launafólki, skuldsettu ungu fólki sem glímir við háa óverðtryggða vexti eða fær sífelldar mánaðarlegar hækkanir höfuðstóls verðtryggðra lána.

Það þarf að tryggja að leiguverð hækki ekki í takt við þetta, leigubremsa er nauðsynleg! Aðhald í rekstri ríkisins er nauðsynlegt á sama tíma og hægt er að sækja auka tekjur ríkis hjá breiðu bökunum. Bankar mala gull sem dæmi.

Stýrivextir hjá okkur eru þeir hæstu og munur á milli vaxta og verðbólgu er líklega hvergi jafn lítill, eins og að raunvextir eigi að vera jákvæðir við slíkar öfga aðstæður. Ríkið þarf að stíga inn svo Seðlabanki Íslands “þurfi” ekki að grípa til frekari vaxtahækkana sem bankarnir ólmir kalla eftir. Bankarnir vilja hærri vexti til að auka hagnað sinn. Þetta þarf að stoppa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: