- Advertisement -

Stóð til að setja á laggirnar starfshóp til að fara yfir fjármögnun björgunarsveitanna

“…að gera almannavarnir aftur að sjálfstæðri stofnun sem heyri beint undir forsætisráðuneytið…“

Gísli Rafn Ólafsson.

Alþingi „Því spyr ég hæstvirtan forsætisráðherra hverjar áætlanir ríkisstjórnarinnar séu þegar kemur að eflingu almannavarna og þess viðbragðskerfis sem í dag er byggt upp af sjálfboðaliðum. Stendur til að auka við starfsmannafjölda og fjármögnun til almannavarna? Á sama tíma er mikilvægt að horfa til þess að þau svið sem falla undir almannavarnir hafa stórlega aukist frá því að þau voru færð yfir til ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra árið 2003. Viðbragðsaðilar og aðrir með mikla þekkingu á þessu sviði spyrja hvort ekki væri rökréttara að gera almannavarnir aftur að sjálfstæðri stofnun sem heyri beint undir forsætisráðuneytið, rétt eins og á öðrum Norðurlöndum. Því spyr ég: Hver er afstaða hæstvirtan forsætisráðherra til þessara tillagna?“

Þetta sagði Gísli Rafn Ólafsson Pírati meðal annars í þingræðu um almannavarnir og áfallaþol Íslands.

“…vegna þess að háttvirtur þingmaður nefnir hér fjármögnun allra þeirra sjálfboðaliða, þá sat ég með Rauða krossinum og Landsbjörg á fundi í síðustu viku. Þau voru að ræða fjármögnun sinna samtaka og þá tekjulind sem þau hafa í gegnum happdrættismál þar sem þau hafa mikinn hug á að gera ákveðnar breytingar. Við verðum að fara yfir fjármögnun þessara aðila þannig að þeim sé áfram gert kleift að afla sjálfstæðra tekna, en eins að fjármögnun þeirra til lengri tíma verði tryggð. Það stóð til í kjölfar mikillar umræðu sem hér varð um flugeldasölu að setja á laggirnar starfshóp til að fara yfir fjármögnun björgunarsveitanna. Það þarf að ráðast í þá vinnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: