- Advertisement -

Stórkostlegt tap lífeyrissjóða á Icelandair

Þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Guðmundur Ingi Kristinsson.

Hugsið ykkur, 180 milljarðar.

„Það er áhugavert að rifja það upp að markaðsvirði Icelandair var hæst 180 milljarðar, að mig minnir. Hugsið ykkur, 180 milljarðar var markaðsverð Icelandair á einhverjum tímapunkti, en er núna komið í 5–6 milljarða. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hversu miklu lífeyrissjóðirnir, sem eru stórir hvað varðar eignaraðild í Icelandair, hafa tapað á þessari fjárfestingu,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu á Alþingi.

„En það er svo sem önnur umræða. Lífeyrissjóðirnir eru auðvitað að gæta að fé okkar landsmanna og þeir þurfa að vera varkárir þegar kemur að öllum fjárfestingum, sérstaklega þegar um er að ræða svona miklar upphæðir. En þeir eru væntanlega með böggum hildar hvað þetta varðar og það sá svo sem enginn fyrir þá stöðu sem nú blasir við í hagkerfi heimsins með tilkomu veirunnar,“ sagði þingmaðurinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er líka annað slæmt í þessu ástandi, eins og kom fram hjá háttvirtum þingmanni Ágústi Ólafi Ágústssyni, að verðmæti félagsins er að fara úr 180 milljörðum niður í 6–7 milljarða. Þetta félag er búið að vera til gífurlega lengi og þarna kemur tap sem lendir á lífeyrissjóðunum. Og hverjir eru það sem tapa? Jú, það er venjulegt fólk, vinnandi fólk, sem á sitt fé í lífeyrissjóðunum. En á móti kemur alltaf spurningin um hversu mikill hagnaður hefur skilað sér inn á öllum þessum tíma. Þetta þarf auðvitað að fara saman,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: