- Advertisement -

Styrkir til stjórnmálaflokka lækki skatta

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að framlög til félaga, þar á meðal stjórnmálaflokka, komi að auknum þunga til frádráttar frá skatti.

„Með frumvarpinu er lagt til að heimildir til skattfrádráttar vegna framlaga einstaklinga og fyrirtækja til almannaheillasamtaka verði rýmkaðar,“ segir í upphafi greinargerðar með frumvarpinu.

„Hvarvetna þykir ástæða til þess að styðja óeigingjarnt starf slíkra samtaka og í flestum samanburðarríkjum hvetja stjórnvöld bæði einstaklinga og fyrirtæki til þess að styrkja þau með margs konar skattaívilnunum. Viðurkennt er að frjáls félagasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, hafa mikilvægu hlutverki að gegna og að opinberir aðilar þyrftu sjálfir að sinna fleiri verkefnum ef frjáls félagasamtök væru ekki fær um að sinna þeim.“

Þar segir einnig: „ Í lögum um tekjuskatt segir að frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi megi draga einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningarmála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, þó ekki yfir 0,75% af tekjum á því ári sem gjöf er afhent.“

Flutningmenn frumvarpsins eru; Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Óli Björn Kárason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Frumvarpið er hægt að lesa hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: