- Advertisement -

Svandís gerði Kristján Loftsson að talsmanni Íslands

Svandís Svavarsdóttir ráðherra.

„Svo finnst mér skrýtið hvernig þessi nefnd er skipuð. Mér finnst mjög skrýtið að Kristján Loftsson sé sendur út, þar sem hann er ekki að vinna fyrir neina ríkisstofnun heldur að stunda hvalveiðar. Ég furða mig að hann sé þarna á okkar vegum,“ segir Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata og formaður Samtaka Grænkera á Íslandi, í vitðali við Fréttablaðið.

Ísland mun, nú sem fyrr, koma í veg fyrir að samþykkt verði griðarsvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sinn sem þessi tillaga um griðarsvæði hvala er lögð fram og ekki í fyrsta skiptið sem Íslendingar hafa sniðgengið þessa atkvæðagreiðslu og komið í veg fyrir ákvarðanir. Það kom vissuleaga á óvart að Svandís skyldi taka þessa ákvörðun. Það kom mér ekki á óvart þegar þessi stefnu var haldið þegar fyrri ráðherrar voru voru í embætti.“

Valgerður gefur lítið fyrir útskýringar Matvælaráðuneytisins.

„Já, ég gef lítið fyrir þessar útskýringar. Þetta eru tilraunir til að réttlæta þessa vonda ákvörðun á einhvern hátt. Mér finnst þetta léleg afsökun og tek ekki mikið mark á henni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: