- Advertisement -

Svandís um mútur: „Einföldun að telja að Íslendingar séu eitthvað öðruvísi“

Svandís Svavarsdóttir var gestur Morgunvaktarinnar í morgun. Áður en rætt var við hana um heilbrigðismál var komið inn á Samherjamálið. Svandís sagði: „Þetta er grafalvarlegt mál og varðar bara ekki þetta fyrirtæki, heldur orðspor Íslands.“

Hún var spurð hvort hún teldi að íslenskum stjórnmálamönnum og embættismönnum sé mútað.

„Það er ekkert í þessu máli sem bendir til þess, beinlínis. Hins vegar held ég að það sé ákveðin einföldun að telja að Íslendingar séu eitthvað öðruvísi aðrir í heimi sem drifinn er áfram af peningum. Og það þýðir að þegar hagnaðarvonin drífur menn áfram, þá er leiðin inn á gráu svæðin mjög greið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: