- Advertisement -

Svona er bara lífið

„Í viðtali sem birtist á visir.is 13. nóvember sl. sagði hæstvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson aðspurður hvort hann teldi að Samherji stundaði viðlíka mútugreiðslur á Íslandi, með leyfi forseta: „Ég held að það sé nú fjarstæðukennd tilhugsun.““

Þannig talaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, á Alþingi í dag.

Hún sleppti ekki takinu á formanni Framsóknar, ekki strax:

Þessi ummæli hæstvirts ráðherra hafa rifjað upp önnur öllu frægari ummæli hæstvirts ráðherra frá árinu 2016, hjá a.m.k. einhverjum ótilgreindum netverjum, því að nú ganga hin fleygu viðbrögð fyrrverandi atvinnuvegaráðherra og núverandi hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við Panama-skjölunum á milli manna á samfélagsmiðlunum. Um er að ræða þá afstöðu hæstv. ráðherra til aflandseigna ráðherra í eigin ríkisstjórn að það sé, með leyfi forseta, „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. En það er kannski annað mál, forseti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður Ingi svaraði: „Ég þakka háttvirtum þingmanni fyrir að taka þetta mál upp við mig sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Ég þakka henni kærlega fyrir að rifja upp óheppileg ummæli sem ég viðhafði úti á tröppum og þarf síðan að lifa með. Ég vona að hv. þingmaður hafi aldrei lent í því að láta eitthvað detta út úr sér sem síðan lifir endalaust. Svoleiðis er bara lífið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: