- Advertisement -

Syndaregistur stjórnvalda í samningum

Guðmundur vara við, af langri reynslu, að alls ekki eigi að trúa loforðum stjórvnalda.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, meðal annars um aðkomu stjórnvalda að samningunum. En fyrst um forystu félaganna:

Drífa Snædal, forseti ASÍ, meðal annars um aðkomu stjórnvalda að samningunum.

„Ég hef ekki verið mikið í því að hrósa núverandi ríkisstjórn en ég verð að segja að þær aðgerðir sem hún kom með að borðinu var lykillinn að því að hægt var að klára kjarasamningana. Það var allt undir í þessum samningum, launakröfur, réttlætismál á vinnumarkaði, stytting vinnuvikunnar, húsnæðismál, skattamál, lífeyrismál, verðtryggingin, jafnréttismál og brotastarfsemi á vinnumarkaði svo nokkur atriði séu nefnd. Árangurinn hvíldi á aðgerðum stjórnvalda og þær birtast í yfirlýsingum í tengslum við samningana. Svo er það sameiginlegt verkefni okkar í verkalýðshreyfingunni að fylgja því eftir að staðið verði við loforðin.“

Guðmundur Gunnarsson, sá margreyndi forystumaður vara við talar sannanlega af reynslu að hversu lítið hald hefur oft verið í orðum og fyrirheitum ríkisstjórna:

„Eyðilagt félagslega íbúðakerfið með einu pennastriki, eyðilagt vaxta og barnabótakerfið, stóðu ekki við samninga um Virk, stóðu ekki við stöðugleikasáttmálan. Tóku krónu á móti krónu skatta og hjuggu þar að samningum um lífeyrisjóðakerfið Stóðu ekki við að lagfæra bótakerfið, þrátt fyrir að umsamdar starfsnefndir hefðu skilað niðurstöðum. Og þannig mætti lengi telja.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: