- Advertisement -

Sýningarspjall í Flóru á föstudag

Menning Kristín Gunnlaugsdóttir verður í listamannsspjalli í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri á föstudagskvöldið mili 20 og 21.

sköpunarverkAllir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári.

Á sýningu Kristínar í Flóru gefur að líta málverk og teikningar frá þessu og síðasta ári. Nokkur þeirra verka voru einmitt á einkasýningu Kristínar í Listasafni Íslands en einnig eru verk sem ekki hafa verið sýnd áður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: