- Advertisement -

Sýslumanni yfirsást og gerði mistök

Hólaberg 84.

„Í áðurgreindu bréfi íbúðareigenda í Hólabergi 84 er vísað til tveggja kaupsamninga þar sem íbúðir í Hólabergi 84 hafi verið seldar á markaðsvirði, þrátt fyrir þinglýsta kvöð um söluverð. Reykjavíkurborg er ekki aðili tilvitnaðra kaupsamninga og hefur þar af leiðandi engar samningsskyldur gagnvart kaupanda eða seljanda. Hafi tilvitnuðum kaupsamningum verið þinglýst, án samþykkis Reykjavíkurborgar, í andstöðu við þinglýsta kvöð þá eru það mistök sem embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þarf að svara fyrir, sbr. 24. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 en ekki Reykjavíkurborg.“

Þetta er tilvitnun í umsögn borgarlögmanns vegna þess að tvær íbúðir að Hólabergi 84 voru seldar á markaðsvirði, þrátt fyrir kvaðir á eigninni, þar sem skylt er að selja íbúðirnar, á kostnaðarverði.

Borgin úthlutaði lóðum undir húsin og setti á kvöð þess vegna, kvöð sem er þinglýst:

„Kvöð um söluverð íbúða átti því að tryggja að lágt verð lóðarinnar skili sér í raun til lægra íbúðarverðs til eldri borgara, við fyrstu og síðari sölur. Kvöðin veitir kaupendum þannig kost á að eignast fasteign á góðu verði gegn því að eiga ekki hagnaðarvon verði markaðsverð eignarinnar hærra en reiknað söluverð.“

Þrátt fyrir þetta allt saman yfirsást sýslumanni þinglýstar kvaðir á íbúðunum tveimur.

Sjá nánar hér:


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: