- Advertisement -

Taka bara mark á sjálfum sér

Þetta fólk er ekki í sambandi.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Katrín Jakobsdóttir segist vilja gera skoðanakönnun meðal almennings um afstöðu hans til stjórnarskrá, í von um að finna þar rök til að halda áfram að sniðganga niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskránna. Ríkisstjórnin gerði síðast skoðanakönnun um bankakerfið þar sem kom fram að mikill meirihluti almennings vill alls ekki selja ríkisbankanna. Samt ætlar ríkisstjórn Katrínar og Bjarni Ben að selja Íslandsbanka. Hver á að trúa því að ráðherrarnir fari eftir einni skoðanakönnun þegar hún hunsar aðra? Ráðherrarnir taka ekki mark á neinum nema sjálfum sér og þeim sem starfrækja þá. Og allra síst almenningi. Svo er þetta fólk hissa á að almenningur treystir ekki stjórnmálafólki, og er sannfært um að það sé einhverjum öðrum að kenna. Þetta fólk er ekki í sambandi. Almenningur vill nýja stjórnarskrá, hefur sagt svo. Og almenningur vill ekki einkavæða bankana aftur. Hlýðið almenningi, hann ræður í lýðræðisríki. Það stjórnmálafólk sem heldur að það ráði sjálft en ekki almenningur stunda valdarán.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: