- Advertisement -

Tapar 1.500 milljónum á mánuði

Mér finnst við stinga hausnum í sandinn ef við ætlum að senda komandi kynslóðum reikninginn fyrir þessum Svarta-Pétri sem stjórnmálamenn bjuggu til.

Guðrún Hagsteinsdóttir.

„Fjármálakerfið gegnir þjóðhagslega mikilvægu hlutverki. Það er brýnt að standa vörð um traustan og heilbrigðan fjármálamarkað með góðu regluverki og virku eftirliti. Það sem fer verst með fjármálastöðugleika er óvissa. Það skiptir máli fyrir þjóðarbúið að eyða óvissunni hvað ÍL-sjóðinn varðar.,Ég hef verið á milli steins og sleggju í þessu máli,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra eða ekki, þegar rætt var rikissjóðs og ÍL-sjóðinn.

„Ég hef setið beggja megin borðs og ég skil mjög vel báðar hliðar. Ég hef sagt það áður hér á Alþingi að allir kostir í þessari stöðu eru vondir. Þetta er mál er varðar okkur öll og þá ekki síst framtíðarkynslóðir. ÍL-sjóður tapar 1,5 milljörðum á mánuði og fyrirsjáanlegt er að án aðgerða verði skuldin orðin um 450 milljarðar árið 2044.“

„En þegar ég veg og met málið í heild þá er ég þeirrar skoðunar að það eigi að leita allra leiða til að ná samningum við lífeyrissjóðina. Það er skylda okkar allra gagnvart íbúum þessa lands að leita allra leiða til lausnar. Með samningum myndu lífeyrissjóðirnir sýna samfélagslega ábyrgð og koma í veg fyrir að þessum gríðarlegu fjármunum verði velt yfir á framtíðarkynslóðir. Mér finnst við stinga hausnum í sandinn ef við ætlum að senda komandi kynslóðum reikninginn fyrir þessum Svarta-Pétri sem stjórnmálamenn bjuggu til. Ég vil standa vörð um framtíðarkynslóðir og er alin upp við það að gera betur í dag en í gær og gera hlutina frekar í dag en á morgun.

Ég treysti lífeyrissjóðunum algerlega til að ávaxta það fé sem fengist við uppgjör á sjóðnum og þannig yrði alls óvíst að tap þeirra verði eitthvað sérstakt til lengri tíma litið. Ég vil því hvetja og brýna hæstv. fjármálaráðherra sem og lífeyrissjóðina til að leita allra leiða til að ljúka þessu máli til hagsbóta fyrir þjóðina,“ sagði Guðrún Hafseinsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: