- Advertisement -

Telur veikara Samkeppniseftirlit auka hag neytenda

Árni Grétar Finnsson lögmaður skrifar í viðskiptakálf Moggans um verðandi veikingu Samkeppniseftirlitsins. Í lok greinarinnar skrifar Árni Grétar:

„Fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum falla vel að áætlunum stjórnvalda um einföldun regluverks hér á landi. Ljóst er að of íþyngjandi regluverk hefur neikvæð áhrif á bæði neytendur og fyrirtæki og gengur í berhögg við það markmið samkeppnislaga að efla virka samkeppni í viðskiptum.

Það eru hagsmunir allra hlutaðeigandi; neytenda, fyrirtækja og Samkeppniseftirlitsins, að aukinn fyrirsjáanleiki sé við framkvæmd samkeppnismála og að meginreglur stjórnsýsluréttarins og sjónarmið um réttaröryggi gildi fullum fetum. Verði áðurnefnt frumvarp að lögum yrði hraðari og skilvirkari meðferð samkeppnismála fagnaðarefni auk þess sem jákvætt yrði að sjá valdheimildir samkeppnisyfirvalda hér á landi færast nær því sem almennt þekkist í nágrannalöndum okkar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: