- Advertisement -

Það er eins og gamla fólkinu sé sturtað niður úr klósettinu!

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Ef ég kom inn og skyrtan var uppúr sagði mamma: Þú ert eins og jötunux!

Í gær, 10. júlí var afmæli Steinunnar. En sama dag fyrir 150 árum fæddist amma mín, Þóranna Tómasdóttir, í Húnakoti í Þykkvabæ. Hún dó 1962 og ég var svo heppinn að fá að vera mikið samvistum við hana seinustu árin. Amma var blind síðustu tuttugu ár ævi sinnar en lét það aldrei hamla sér. Innanhúss fór hún allra sinna ferða, hellti upp á kaffi, vaskaði upp, tvinnaði lopa og prjónaði sokka. Hún fór líka út í búð og bað um einn lítinn rjóma-p ef einhver var inni í búðinni en hyrnurnar kallaði hún punga, ef hún hélt að ókunnugir heyrðu ekki til. Hún var ekki hávaxin hún amma. Held hún hafi verið 152 sentimetrar á hæð en hnarreist og stolt. Hún var sjóður sagna og kvæða og sagði mér margt frá eigin æskudögum og frá forfeðrum okkar. Henni á ég margt að þakka. Hún bjó mér það andlega nesti sem mér endist alla ævi. Hún er mér lýsandi kyndill í dimmu daga minna.
Ekki finnst mér geðslegt orðið fráflæðisvandi. Hef oft verið á spítala og farið þaðan, útskrifaður, en aldrei flætt þaðan. Það er eins og gamla fólkinu sé sturtað niður úr klósettinu!

Ekki finnst mér geðslegt orðið fráflæðisvandi. Hef oft verið á spítala og farið þaðan, útskrifaður, en aldrei flætt þaðan. Það er eins og gamla fólkinu sé sturtað niður úr klósettinu!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: