- Advertisement -

Það er lögbrot, þegar lögum er ekki fylgt

En hvað sagði peninganefndarmaðurinn: „Úttektin í þessari viku bendir til þess að það hafi allar gáttir verið opnar. Það er stóra málið.“

Marinó G. Njálsson skrifaði á Facebook:

Áhugavert að sjá viðbrögð framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja og síðan peningastefnunefndarmanns á fall einkunninni sem bankarnir fengu hjá FME vegna peningaþvættisvarna. Eins og komið hefur fram í fréttum, þá reyndust varnir bankanna að fullu skjalfestar, en síðan hunsaðar að mestu, ef ekki öllu.

Framkvæmdastjóri SFF segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjori SFF.
Ljósmynd: RÚV.

„Þetta er mjög viðamikil úttekt og þessi aðferðafræði er mjög viðamikil og á breiðum grunni. Þetta eru athugasemdir við frávik og við þeim hefur verið brugðist. Þannig að þetta eru ekki stórvægilegar athugasemdir í stóra samhenginu þegar horft er til allra þeirra aðgerða sem gripið er til vegna peningaþvættis… Það er ekki bara bankanna að tryggja að ekki sé peningaþvætti á Íslandi. Það eru fleiri atvinnugreinar undir og það eru líka opinberir aðilar og lögregla.“

Þetta minnir mig á viðbrögð bankana fyrir hrun. Þá átti Seðlabankinn og stjórnvöld að tryggja að stjórnendur bankanna kynnu að starfrækja banka.

En hvað sagði peninganefndarmaðurinn: „Úttektin í þessari viku bendir til þess að það hafi allar gáttir verið opnar. Það er stóra málið.“

Mér er alveg sama hvort allar gáttir hafi verið opnar eða bara sumar. Vitað hefur verið í nokkur ár, að bankarnir hafa ekki fylgt reglum um varnir gegn peningaþvætti. Það kom fram í skýrslu um fjárfestingaleið Seðlabankans.

Katrín Júlíusdóttir, bankarnir komu mjög illa út úr þessari úttekt, vegna þess að gerðar voru athugasemdir við alla bankana um að þeir hafi ekki farið að lögum

Katrín Júlíusdóttir, bankarnir komu mjög illa út úr þessari úttekt, vegna þess að gerðar voru athugasemdir við alla bankana um að þeir hafi ekki farið að lögum. Það þýðir að ALLIR bankarnir eru að brjóta gegn lögum um varnir gegn peningaþvætti. Það er MJÖG alvarlegt, þegar lög eru brotin. Ég vona innilega, að SFF finnist það ekki í lagi, að fyrirtæki innan samtakanna brjóti lög. Samtökin eiga að fordæma það, þegar fyrirtækin innan samtaka verða uppvís af lögbrotum. Höfum í huga, að ákvæði um að eftirlitsskyldir aðilar skulu „ávallt afla fullnægjandi upplýsinga um raunverulegan eiganda“ var sett í lög árið 2016. (Er líka í lögum nr. 140/2018.) Samkvæmt FME, þá brutu bankarnir gegn þessari lagaskyldu. Það er lögbrot, ekki einhver yfirsjón eða frávik. Frávik er, ef ekki er fylgt skjalfestum reglum. Það er lögbrot, þegar ekki er fylgt lögum!

Þú segir síðan, að vera Íslands á FATF listanum sé ekki bönkunum að kenna. Kannski ekki beint, en óbeint, vegna þess að lagabreytingin árið 2016 var vegna athugasemda FATF við framkvæmd bankanna á lögum nr. 64/2006. Ef bankarnir hefðu staðið sig betur í eftirliti með peningaþvætti, þá hefði FATF líklega ekki gert athugasemdina sem leiddi lagabreytingarinnar árið 2016. Síðan kemur í ljós, að bankarnir voru ekki einu sinni að fara eftir lagabreytingunni. Er þetta eitthvert val hjá bönkunum? „Það er svo mikið vesen að fara eftir þessari lagagrein, að við ætlum bara að sleppa því.“ Er það þannig sem fjármálafyrirtækin hugsa? Ég hélt að hlutirnir hefðu breyst, en nú segir þú að það sé ekkert mál að brjóta gegn lögum. Bara kusk á hvítflibbann!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: