- Advertisement -

Það er vont að búa í samfélagi misréttis

„Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi.“

„Það er vont að búa í samfélagi misréttis þar sem stjórnmálamenn telja að sumir skipti miklu máli en aðrir minna máli. Það er von undirritaðra að stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því að bregðast eins við því þegar upp kemst um kerfisbundin brot gegn borgurunum óháð því að hvaða þjóðfélagshópum þau beinast,“ segir meðal annars í ágætri grein Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns Öryrkjabandalagsins, og Daníels Isebarn Ágústssonar, lögmanns sambandsins.

Í greininni benda þau á margt sem sýnir hversu illa er farið með öryrkja.

Dæmi 1: „Örorkulífeyrir er greiddur út mánaðarlega enda ætlaður til framfærslu með sama hætti og laun, atvinnuleysisbætur, fæðingarorlof o.s.frv. Íslenska ríkið hefur í hverjum einasta mánuði í 10 ár skert framfærslu og þar með lífskjör örorkulífeyrisþega um tugi og jafnvel hundruð þúsunda króna. Ríkisstjórnin ætlar ekki að rétta hlut fólks nema að litlum hluta en auk þess er enn ekki búið að stöðva skerðingarnar og eru þær því ennþá framkvæmdar. Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti sínu í júní í fyrra og í kjölfarið viðurkenndu ráðuneytið og Tryggingastofnun að greiðslur til þúsund manns væru ólöglega skertar um hver mánaðamót. Samt er ólögmætum skerðingum haldið áfram og þær framkvæmdar mánaðarlega þótt næstum ár sé liðið frá áliti Umboðsmanns. Tryggingastofnun og ráðuneytið eru því viljandi að brjóta gegn réttindum þúsund einstaklinga um hver einustu mánaðamót. Nýjustu áætlanir félagsmálaráðherra gera ráð fyrir að þetta verði ekki leiðrétt fyrr en á næsta ári.“

„Mismunun gegn fötluðu fólki á sér margar birtingarmyndir. Ólík viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við þeim lögbrotum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ein slík birtingarmynd.“
Mynd: Smári McCarty.

Dæmi 2: „Mismunun gegn fötluðu fólki á sér margar birtingarmyndir. Ólík viðbrögð stjórnvalda og stjórnmálamanna við þeim lögbrotum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ein slík birtingarmynd. Þegar upp kemst um lögbrot sem bitnað hafa á fólki sem stjórnmálamenn geta að einhverju leyti samsamað sig með eru viðbrögðin skjót og afgerandi. Þegar lögbrotin beinast hins vegar að fötluðu fólki sem fæstir stjórnmálamenn eiga mikla samleið með láta viðbrögðin á sér standa. Það er vont að búa í samfélagi misréttis þar sem stjórnmálamenn telja að sumir skipti miklu máli en aðrir minna máli. Það er von undirritaðra að stjórnmálamenn sjái sóma sinn í því að bregðast eins við því þegar upp kemst um kerfisbundin brot gegn borgurunum óháð því að hvaða þjóðfélagshópum þau beinast.“

Dæmi 3: „Tryggingastofnun hefur á undanförnum árum fengið fjölmargar ábendingar um að skerðingarnar séu ólögmætar. Stofnunin þráaðist við þar til umboðsmaður Alþingis greip í taumana og skilaði áliti í júní 2018 sem var afdráttarlaust um að skerðingar Tryggingastofnunar væru ólögmætar. Viðbrögð stjórnmálamanna hafa ekki verið eins og ætla mætti. Fáir hafa lýst yfir vanþóknun á þessum alvarlegu lögbrotum og engir opnir fundir hafa verið haldnir til þess að krefjast skýringa. Í stað þess að leiðrétta ólögmætið og greiða örorkulífeyrisþegum allt það sem ranglega var tekið hefur félagsmálaráðherra sagt að einungis 40% verði greidd til baka, 4 ár af 10. Í þeirri afstöðu felst um leið að ráðherranum finnst sjálfsagt að halda eftir 60% af því fé sem undirstofnun hans tók ólöglega af fólkinu sem býr við verstu kjörin í þessu landi.“

Fleiri dæmi er að finna í greinni sjálfri. Hana má finna í Fréttablaðinu í dag.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: