- Advertisement -

Það sem Miðflokkurinn vissi ekki

„Vissum við ekki að VG, Vinstri græn, væru helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar.“

Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki taldi upp það sem hann og flokksfélagar hans vissu ekki áður en þeir lögðu í málþófið.

„Fyrir framlagningu þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann vissum við ekki að VG, Vinstri græn, væru helstu málsvarar markaðsvæðingar orkuauðlinda þjóðarinnar. Við vissum heldur ekki þá að Vinstri græn vildu stuðla að því að hér á landi yrðu reistir stórir vindmyllugarðar og smávirkjanir víða um land með tilheyrandi náttúruspjöllum. Við vissum heldur ekki þá að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndu ganga á bak samþykktum flokksstofnana sinna um málið. Við vissum ekki fyrir tíu dögum að orkupakki fjögur væri tilbúinn en við vitum það núna. Við vissum ekki fyrir tíu dögum að fullfjármagnaður sæstrengur væri tilbúinn, svo að segja í bakgarðinum okkar, á vegum stórfyrirtækis sem segir á heimasíðu sinni að fyrirtækið sé í góðu talsambandi við ráðherra í öllum ríkisstjórnarflokkunum og að stuðningur við verkefnið sé að aukast þverpólitískt. [Hlátur í þingsal.] Við vissum ekki um þá almennu skoðun meðal færustu lögmanna að fyrirvarar í þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um þriðja orkupakkann væru ónýtir en við vitum það núna. Við vissum ekki fyrir tíu dögum að stjórnlagadómstóll Noregs myndi taka fyrir innsetningu þar í september nk. fyrir innleiðingu orkupakkans.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: