- Advertisement -

Það væri hægt að safna rusli saman og fara með það í hringinn í kringum landið

Það eru miklu meiri strandsiglingar á Íslandi í dag en við gerum okkur grein fyrir.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
…heldur vegna þess tímafaktors — fyrirgefðu, virðulegur forseti…

„Það eru miklu meiri strandsiglingar á Íslandi í dag en við gerum okkur grein fyrir. Það gerðist með því að við höfum verið að byggja upp fleiri öflugar hafnir þannig að flutningafyrirtækin okkar, stóru á íslenskan mælikvarða, eru í stakk búin í dag til að sigla á milli hafna og flytja allan þann varning sem hægt er að flytja með þeim hætti,“ sagði samgönguráðherrann og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Svo kom kannski lengsta setning í sögu Alþingis:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Allir vöruflutningar sem eru á vegunum í dag — og þetta er frásögn sem ég hef átt samtal um beint við þessi fyrirtæki nýlega vegna þess að ég hef verið að skoða svona hluti til lengri framtíðar vegna áskorana sem við sjáum fyrir okkur í auknu fiskeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum og auknum umsvifum víða — eru ekki vegna samkeppni, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, heldur vegna þess tímafaktors — fyrirgefðu, virðulegur forseti — sem fólk krefst varðandi það að fá vörur til sín eða koma vörum á útflutningsstað til útflutnings, þannig að þær gætu ekki verið í strandsiglingum í dag.“

„Það er hins vegar algjörlega nauðsynlegt, og ég hef sett slíka undirbúningsvinnu í gang, að horfa á þá áskorun sem mun blasa við á næstu 10–30 árum í auknum flutningum, hvort það sé möguleiki að fara með þá í strandsiglingar. Þá kemur til ný tækni sem þróuð hefur verið á Íslandi til kælingar á matvælum, kælingar á fiski, sem gæti leyst þennan vanda. Þá væri reyndar líka hægt að fara að sigla með vörurnar frá landinu en ekki fljúga, sem myndi spara kolefnissporið umtalsvert. Það er ein undantekning á þessu sem ég ætla að nefna og hefur verið skoðað, en það er rusl. Það er tímalaus flutningur á því. Það væri hægt að safna því saman og fara með það í hringinn í kringum landið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: