- Advertisement -

Það yrði þá skömm okkar Sunnlendinga!

Bjarni Harðarson, rithöfundur og forleggjari, skrifaði á Facebook:

Stjórnmálaumræðan er óvægin og sjaldan sanngjörn. Oftast eru þeir sem bjóða sig fram að reyna að láta gott af sér leiða. Nú er minn gamli félagi frá menntaskólaárum og oft síðar, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins nálægt því að detta af þingi.

Það þykja mér vond tíðindi og ég trúi því illa að við fyrrverandi, núverandi og aðallega í hjörtum okkar ævarandi framsóknarmenn þessa kjördæmis getum ekki gert betur. Látum það ekki spyrjast að við séum þess ekki megnugir að koma okkar gamla flokki til bjargar í háska og kallinum sjálfum á þing.

Sem þingmaður og ráðherra hefur Sigurður Ingi verið verkadrjúgur og betur vaxinn til ábyrgrar forystu og landsstjórnar heldur en helftin af því annars ágæta fólki sem okkur býðst að velja úr á kjördegi.

Það er ekki sjálfgefið að við í Suðurkjördæmi eigum slíkan þungavigtarmann í stjórnmálum og enginn slíkur er í sjónmáli. Fjármálaráðherrann núverandi á það skilið af sínum héraðsbúum og sinni þjóð að fá brautargengi á kjördag!

Koma svo!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: