- Advertisement -

„Þarna úti er stór hópur sem er alltaf að klífa brekkur“

Spurningin sem þetta fólk stendur frammi fyrir núna er hvort það eigi að bryðja sterk verkjalyf.

„Eitt sem hefur verið talað um og hæstvirtur forsætisráðherra hafði orð á er brekka. Við erum á leiðinni upp brekku vegna Covid en þarna úti er stór hópur sem er alltaf að klífa brekkur. Fólk sem gengur um á hækjum, fer um í hjólastólum eða er með sjúkdóma er alltaf að klífa einhverjar brekkur,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í gær.

„Því miður er spurningin: Hvenær verða boð og bönn farin að bíta þetta fólk? Hvenær mun það valda fólki skaða að komast ekki í sjúkraþjálfun, sund eða líkamsrækt? Ég missti sjúkraþjálfunina mína og hef oft velt fyrir mér hvar mörkin séu. Spurningin sem þetta fólk stendur frammi fyrir núna er hvort það eigi að bryðja sterk verkjalyf. Það eitt og sér vekur upp aðra spurningu því að enginn veit hvenær og hvort hann verður háður verkjalyfjum og getur orðið fíkninni að bráð. Þess vegna verðum við líka að huga að þeim sem eru berjast við fíknisjúkdóma og hjálpa þeim.“

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: