- Advertisement -

ÞAU ERFA ÞJÓÐAREIGNINA

Nú er það heilög skylda Alþingis, að koma í veg fyrir, að þessi ákvörðun Samherjamanna verði að veruleika.

Árni Gunnarsson skrifar:

Einhver myndi kalla þetta þjófnað.


Það er mikið rætt um þá ákvörðun Samherja, að færa arð og eignir yfir til barna núvernandi eigenda, sem hafa sagt, að þessi gjörð væri hluti af fyrirfram greiddum arfi. Með þessari ákvörðun eru Samherjamenn að afhenda afkomendum sínum umtalsverðan hluta af sameiginlegri eign þjóðarinnar, fiskinn í sjónum. Einhver myndi kalla þetta þjófnað. Nú er það heilög skylda Alþingis, að koma í veg fyrir, að þessi ákvörðun Samherjamanna verði að veruleika og að breyta lögum þannig, að eignarréttur þjóðarinnar á auðlindum landsins verði óumdeildur. Þessi ákvörðun Samherja lýsir því betur en nokkur orð, að útgerðarmenn líta á fiskinn í sjónum sem sína séreign. Kannski munið þið orð framkvæmdastjóra útgerðarinnar um að þjóðin ætti ekkert. Svona getur þetta ekki gengið lengur. Ég hygg að miklum meirihluta þjóðarinnar sé ofboðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: