- Advertisement -

Þau hirða átta krónur af hverjum tíu

„Að gefnu tilefni: Ríkisstjórn, hættið að skatta fátækt.“

Guðmundur Ingi Kristinsson flokki fólksins.

„Í svari frá hæstvirts félags- og vinnumarkaðsráðherra um skerðingar í almannatryggingakerfinu kom fram að í lok ársins 2020 voru skerðingarnar 62 milljarðar en tveimur árum seinna 75 milljarðar. Það er heil 13 milljarða kr. aukning á skerðingum á tveim árum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins á Alþingi fyrir fáum andartökum.

„Ríkisstjórnin er að spara sér meira en 75 milljarða kr. í skerðingum á kostnað aldraðs fólks og öryrkja í almannatryggingakerfinu í lok árs 2022. Hvernig koma þessar skerðingar síðan fram í lífeyrislaunum almannatryggingakerfisins? Jú, af hverjum 10 kr. skila sér bara 2 kr. í vasa þeirra verst settu í kerfinu. Já, sláandi staðreynd. Við erum að tala um að 20.000 kr. af hverjum 100.000 kr. skili sér í vasa þeirra verst settu eftir að lífeyrislaun hafa skilað sér í gegnum skerðingarkerfið,“ bætti hann við og hélt svo áfram:

„Undanfarin ár hafa hæstvirtur forsætisráðherra og hæstvirtur fjármálaráðherra ítrekað komið upp í þennan ræðustól til að fullyrða að þau hafi hækkað lífeyrislaun svo rosalega mikið í almannatryggingakerfinu að annað eins hafi ekki sést. Ég spyr bara: Hvað klisja er það þegar 8 kr. af hverjum 10 skila sér beint í ríkissjóð í formi skatta og skerðinga? Og þá eiga eftir að koma inn skerðingar í félagsbótakerfinu, t.d. á leigubótum. Skerðingartölurnar tala sínu máli og bíta fast þá sem síst skyldi og á sama tíma ver ríkisstjórnin sig með því að þau hafi lækkað skatta á þá verst settu, lækkun sem allir fengu, en þeir verst settu sitja uppi með 2 kr. af hverjum 10 vegna skerðinga í þeirra boði. Gætum við þingmenn sætt okkur við svona skefjalaust óréttlæti gagnvart okkar launum eða almennt?“

Er ekkert annað en níska og gróft fjárhagslegt ofbeldi af verstu gerð.

„Ríkisstjórnarþingmenn, reynið að skýra það út fyrir sárafátæku fólki þarna úti hvers vegna það eitt á að búa við svona skerðingaróréttlæti í ykkar boði. Þetta er kallað fínu nafni af ríkisstjórninni eins og hagsýni eða hagstjórn en . Það er verið að stórauka skerðingar, ekki minnka þær. Þær upphæðir sem við erum að leggja inn í þetta kerfi skila sér ekki til þeirra sárafátæku og þau bíða enn eftir réttlætinu.

Að gefnu tilefni: Ríkisstjórn, hættið að skatta fátækt, “ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. “


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: