- Advertisement -

Þegjandi samkomulag ríkir um að viðhalda skorti á íbúðum og ofurhagnaði

Síðan stofni úthlutunarhafar húsfélag og taki við framkvæmdum.

Ragnar Önundarson skrifaði:

Það sem veldur hækkunum umfram verðlagsbreytingar á húsnæðismarkaði er skortur. Á meðan hann varir er ekki mögulegt að leysa vandann með aðstoð í formi skattafsláttar, þaks á leigugreiðslur eða nokkurs annars en að auka framboð. Tímabundið offramboð væri best. Sagt er að framleiða þurfi 3500 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn. Ástandið einkennist af fákeppni á byggingamarkaði. Fáir stórir fá lóðirnar, þegjandi samkomulag ríkir um að viðhalda skortinum og ofurhagnaðinum. Rætur vandans eru þær að í samdrætti hætta sveitarfélög að undirbúa lóðir. Þegar rofar til á ný tekur tíma að auka lóðaframboð og þá myndast skortur, framboð mætir ekki eftirspurn.

Hugmynd mín er sú að þau sveitarfélög sem hafa til þess fjárhagsstöðu fái heimildir til að undirbúa lóðir OG láta hanna hús og framleiða botnplötur þeirra í kreppunni. Það vinnur gegn samdrættinum. Þegar birtir til á ný verði botnplöturnar boðnar út og seldar. Með þessu mætti stýra því hvers konar íbúðir koma inn á markaðinn og setja kvaðir á þær, til að hindra að þær fari beint í útleigu til ferðamanna. Sveitarfélagið úthluti þessum lóðum til umsækjenda með lánshæfismat. Síðan stofni úthlutunarhafar húsfélag og taki við framkvæmdum. Þetta mundi hafa þau jákvæðu hliðaráhrif að nýliðun og aukin samkeppni yrði í hópi byggingarverktaka.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: