- Advertisement -

Þeir eru prestar nýfrjálshyggjunnar

Heldur að fela markaðnum að leysa félagsleg vandamál,

Gunnar Smári skrifar:

Hækkun lægstu launa veldur ekki auknu atvinnuleysi þrátt fyrir að það hafi verið mantra meginstraumshagfræðinnar undanfarna áratugi. Og þegar meginstraumshagfræðingar birta niðurstöður rannsókna sem sýna að þessi fylgni, sem hefur verið ein af kennisetningum nýfrjálshyggju-hagfræðinnar, finnist ekki eru þeir útskúfaðir. Hagfræðin, eins og hún hefur verið stunduð síðustu áratugi, þolir ekki rannsóknir og athuganir á raunheimi; hún er kirkja sem sakar þá sem ekki fallast á trúarsetningar nýfrjálshyggjunnar um villutrú, um að vilja grafa undan kirkju heilagrar auðhyggju.

Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar íslenskir meginstraumshagfræðingar, sem nánast án undantekninga eru prestar nýfrjálshyggjunnar, eru dregnir fram til að halda því fram að ekkert svigrúm sé til launahækkana, að hærri laun leiði til verðbólgu og atvinnuleysis, að ekki sé svigrúm til að lækka skatta á launafólki eða hækka skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendum, að afgangur á ríkissjóði sé göfugra markmið en að öryrkjar og eftirlaunafólk eigi fyrir mat út mánuðinn, að hin opinbera eigi ekki að eiga banka, að hið opinbera eigi ekki að byggja fyrir fólk í húsnæðisneyð heldur að fela markaðnum að leysa félagsleg vandamál og svo fram eftir götunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: