- Advertisement -

Þess má geta, að þau skildu

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Held, svona sóttvarnarlega séð, að ég haldi mig innan heimilislandamæranna.

Mörg okkar fengu stundum smásteik þegar við vorum krakkar. Það var nýnæmi, því fisk borðuðum við fimm daga í viku. Okkur mörgum finnst þetta enn góður matur. Vinkona okkar var gift sænskum manni. Einu sinni eldaði hún smásteik handa fjölskyldunni. Eftir matinn sagði hann við hana: Ég ætla biðja þig um að bjóða mér ekki oftar upp á hundamat. Þess má geta, að þau skildu.

Stundum finnst okkur fötluðum miða hægt í aðgengismálum. Nú virðist enn eitt árið ætla að renna sitt skeið án þess að gerður verði gangvegur meðfram Reykjalundarvegi. Auðvitað má segja með réttu að ekki sé brýnt að koma til móts við einn gamlan blindan karl, en þetta snertir fleiri. Alla hreyfihamlaða, börn á reiðhjólum og raunar alla gangandi vegfarendur. Held að ég muni hverfa héðan áður en þessi vegur verður fær fötluðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: