- Advertisement -

Þetta er eitt mesta óréttlæti sem íslenskt verkafólk hefur þurft að þola

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og VLFA. Hann skrifar:

„Það er ekki bara ég sem formaður Starfsgreinasambands Íslands sem hef áhyggjur af frumvarpinu um aftengingu örorkulífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins. Það liggur fyrir umsögn frá ASÍ þar sem nákvæmlega sömu áhyggjum er lýst. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig ítrekað lýst yfir miklum áhyggjum af þessu máli.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á að leggja á framlag til jöfnunar á örorkubyrði niður á næsta ári. Það er því rétt að spyrja:

Ætlar ríkisstjórnin að tryggja að framlag til jöfnunar á örorkubyrði verkamannalífeyrissjóðanna dugi til að jafna meðaltal annarra lífeyrissjóða?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ætlar ríkisstjórnin að hækka framlagið til dæmis fyrir Festa lífeyrissjóð úr 878 milljónum í 1.478 milljónir – hækkun upp á 68% – svo verkafólk standi jafnfætis öðrum sjóðsfélögum?

Þetta snýst ekki bara um Festu heldur um alla lífeyrissjóði sem bera ábyrgð á verka- og lágtekjufólki, nánar tiltekið félagsmenn Starfsgreinasambandsins.

En stjórnvöld hafa ekki svarað okkur í verkalýðshreyfingunni né fulltrúum lífeyrissjóðanna sem sinna þessu fólki. Á meðan ekkert svar kemur, já, þá hef ég áhyggjur – enda er þetta eitt mesta óréttlæti sem íslenskt verkafólk hefur þurft að þola.

Get svo sem upplýst það að fjármálaráðherra hefur vilja til að hitta mig í næstu viku og þá fæ ég kannski svör við þessum mikilvægu spurningum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: