Nýkjörinn formaður sem og varaformaður koma úr sama hreiðrinu, Borgartúni 35, húsi atvinnulífsins, eða B 35.
Hún var formaður Samtaka iðnaðarins og varaformaður Samtaka atvinnulífsins og sat þar í stjórn ásamt Jens Garðari Helgasyni, og hann var formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. SI, SA og SFS. B 35 er hús með lobbýista á fimm hæðum.
Þar liggja rætur Guðrúnar Hafsteinsdóttur og eins Jens Garðars Helgasonar.