- Advertisement -

„Þetta er sjálftökumarkaður á hagnaði“

„Það var farið of bratt í lækkun bankaskatts árið 2020. Það er fátt sem bendir til þess að sú lækkun hafi skilað sér almennilega til neytenda eða haft einhver teljandi áhrif á vaxtamun í fjármálakerfinu,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson í umræðunni um fjárlög næsta árs. „Viðskiptabankarnir þrír skiluðu rúmlega 80 milljarða hagnaði í fyrra. Þarna verður til fákeppnisrenta og við í Samfylkingunni leggjum til að hún verði sótt með því að afturkalla að hluta þessa miklu lækkun sem ráðist var í. Það er ábyrgt og skynsamlegt, rétt eins og það er ábyrgt og skynsamlegt að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% upp í 25% sem leggst nær einvörðungu á tekjuhæstu 10% skattgreiðenda,“ sagði Jóhann Páll þingmaður Samfylkingarinnar.

Eyjólfur Ármansson, Flokki fólksins sagði:

„Hér er gerð tillaga um að færa bankaskatt til fyrra horfs. Í dag er bankaskatturinn 0,145%. Hann var áður 0,376%. Þetta eru ekki háar prósentutölur. En ef við myndum færa hann í fyrra horf þá gerði það það að verkum að ríkissjóður fengi 9 milljörðum meira. Málið er að íslenskur bankamarkaður er raunverulega ekki samkeppnismarkaður. Þetta er sjálftaka á hagnaði eins og kom fram í fyrra. Þá jókst hagnaður bankanna um 50 milljarða og var á því ári um 82 milljarðar kr. Það er ekki samkeppni. Þess vegna á að færa bankaskattinn í fyrra horf. Rökin á þeim tíma, fyrir því að lækka bankaskattinn, voru þau að þetta væri vegna Covid. Núna er Covid búið og það á að færa hann aftur í fyrra horf. Svo einfalt er það. Við eigum að hætta að tala um bankamarkað sem einhvern samkeppnismarkað. Þetta er sjálftökumarkaður á hagnaði og ekkert annað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: