- Advertisement -

Þetta snýst allt um völd – ekki fylgi

Innan Sjálfstæðisflokksins eru eflaust allir slakir. Þó flokkurinn tapi fylgi og það meira en nokkru sinni, vita þau þar að það er ekki aðalmálið. Þetta snýst um völd. Völd og aftur völd. Þeirra vegna má Miðflokkurinn fá mikið fylgi. Það verður þá innan seilingar. Í armslengd.

Fari sem horfir verða þeir saman í ríkisstjórn Bjarni og Sigmundur Davíð. Minnstu skiptir hvor þeirra verður hvar. Forsætis- eða fjármálaráðherra. Bitamunur ekki fjár. Þeir félagar vita að á biðstofunni eru flokkar. Flokkar sem þrá að vera nærri þeim Bjarni og Sigmundi. Framsókn er þar og þar er Vinstri græn. En hvað með Samfylkingu? Er hún þar líka?

Sjálfstæðisflokkurinn veit sem er að hann verður í næstu ríkisstjórn. Það má ekki klikka. Það verður að verja það kerfi sem er búið að tryggja og það þarf að bæta í.

Í raun er ástæðulaust að spekúlera í þessu. Sama hvernig fylgi Fálkans mælist. Hann verður við völd. Því er kannski einn og einn Valhellingur sem dæsir. En áhyggjurnar eru engar. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: