- Advertisement -

Þetta sýnir fram á gagnsemi gagnsæis

Björn Leví Gunnarsson: „Ég myndi segja, og þá er maður ekki með neinar blammeringar, að þarna sér maður sennilega að þegar fólk veit að endurgreiðslurnar eru opinberar upplýsingar, og að fólk muni horfa á það, sé sjónarmiðið sem það hafi í huga: „Er hugsanlegt að það sem ég geri veki tortryggni gagnvart mér?“ Á meðan ef að þetta er leynilegt þarf fólkið ekki að hugsa um spillingu, þá er þetta bara það sem enginn sér.“

Hann segir birtingu upplýsinga sem þessara undirstrika að í opinberu siðferði þurfi allir alltaf að hafa hugfast hvað öðrum finnist. „Ekki hvað sé sanngjarnt eða rétt fyrir mig. Það víkur oftast fyrir hinu. Þetta sýnir fram á gagnsemi gagnsæis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: