- Advertisement -

Þið haldið að ég sé að ljúga, en svo er ekki

Gunnar Smári skrifar:

Þannig er það á Íslandi að eiginkona fjármálaráðherra, sem uppvís varð að skattsvikum í Panamaskjölunum og fékk sett lögbann á umfjöllun um fjármál sín í aðdraganda kosninga, er með sjónvarpsþátt þar sem hún dáist af heimilum annarra skattsvikara. Þið haldið að ég sé að ljúga, en svo er ekki. Þetta er þáttaröðin Falleg íslensk heimili og í þessum þætti heimsækir Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, Sigurð Gísla Björnsson, fiskútflytjenda og skattsvikara, og eiginkonu hans, Hugrúnu Harðardóttur (ekki þá fyrrverandi sem skattarannsóknarstjóri vill kyrrsetja eignir hjá þar sem þær urðu til við skattsvik). Njótið innlits inn í hvað yfirstéttin gerir við peningana sem hún skýtur undan. Í boði eiginkonu fjármálaráðherra. Aumingja Ísland.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: