- Advertisement -

Þiggur Bjarni ráð Davíðs?

48,7% sjálf­stæðismanna eru fylgj­andi und­anþágu en aðeins 19,9% and­víg.

„Það þarf dug og for­ystu­hæfi­leika til að rétta kúrsinn þegar ratað hef­ur verið í ógöng­ur. Á næstu vik­um gefst for­ystu­mönn­um á þingi og í rík­is­stjórn gott tæki­færi til að láta muna um sig og ná sátt­um við al­menn­ing í þessu máli. Þetta er tæki­færi sem þeir mega ekki láta sér úr greip­um renna.“

Þannig endar Moggaleiðari dagsins. Davíð Oddsson ráðleggur Bjarna Benediktssyni og býðst til að draga hann að landi eftir að hafa dregið þingflokkinn út í forarmýri að mati Davíðs og þeirra sem fylgja formanninum fyrrverandi að málum í orkupakkamálinu.

Davíð skrifar einnig: „Í umræðunni um þriðja orkupakk­ann hafa ýmis orð verið lát­in falla, meðal ann­ars um þekk­ing­ar­leysi þeirra sem vilja ekki pakk­ann. Það er óboðleg­ur mál­flutn­ing­ur sem von­andi heyr­ir sög­unni til. Þá hef­ur því verið haldið fram að and­stæðing­ar pakk­ans séu fá­menn­ur og ein­angraður hóp­ur. Nýbirt könn­un verður von­andi til að menn hætti slíku tali.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þarna er jafnvel boðið upp á fyrirgefningu taki þingflokkurinn 180 gráðu beygju.

Davíð vitnaði til skoðanakönnunar. „Þetta á ekki síst við um rík­is­stjórn­ar­flokk­ana þrjá, en afstaða stuðnings­manna þeirra flokka er afar skýr. 68,4% framsóknarmanna eru fylgj­andi því að Ísland verði und­anþegið orku­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins en aðeins 6,9% eru því and­víg. 48,7% sjálf­stæðismanna eru fylgj­andi und­anþágu en aðeins 19,9% and­víg. Þá eru 40% vinstri grænna fylgj­andi því að Ísland verði und­anþegið orku­lög­gjöf­inni en aðeins 24,3% and­víg.

Þetta eru mjög skýr­ar lín­ur og afar gott vega­nesti fyr­ir þessa flokka inn í sum­arið hafi þeir áhuga á að staldra við og taka til­lit til skoðana kjós­enda flokk­anna.

Og þess­ar skoðanir koma raun­ar ekki aðeins fram í þess­ari könn­un, þær hafa einnig komið skýrt fram í flokks­samþykkt­um.“

Nú er að sjá hvaða áhrif Davíð kann að hafa á núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins. Er hlustað á hann eða ekki.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: