- Advertisement -

Þingmenn fengu leiðréttingu – en öryrkjar ekki

Þingmenn eru samt enn með laun umfram almenna launaþróun. Það er raunveruleikinn í stöðunni.

Alþingi: „Þingmenn eru búnir að fá sinn skaða bættan og vel það, þ.e. að hafa setið eftir í einhvern tíma, en öryrkjar eru ekki búnir að fá leiðréttingu.“

Það var Jón Þór Ólafsson Pírati sem benti á þessar staðreyndir þegar á Alþingi var rætt um frumvarp Flokks fólksins, um að lágmarksframfærsla verði 300 þúsund krónur.

„Þingmenn lentu líka í því að sitja eftir eftir hrun, meira að segja lækka launin sín eitthvað. Með úrskurði kjararáðs sem þingið vildi ekki snúa við skjótast þingmennirnir langt fram úr almennri launaþróun. Svo hefur það verið fryst síðan þá, á árinu 2016, þegar kjararáð tók þessa ákvörðun. Í upphafi næsta árs náum við jöfnunarpunkti af því að forsætisnefnd lækkaði eitthvað aðrar greiðslur. Þingmenn eru samt enn með laun umfram almenna launaþróun. Það er raunveruleikinn í stöðunni og þegar þessi hækkun var gerð var hún meira að segja afturvirk.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: