- Advertisement -

Þingmenn Framsóknar kolfalla


Það er ekki bara að þingmenn Vg falli í vali flokksfélaga á framboðslista. Sama hefur gerst hjá Framsókn. Fótgönguliðar ríkisstjórnarinnar eiga erfitt.

Halla Signý Kristjánsdóttir, sem var síðast í öðru sæti Framsóknar í Norðvestri. Hún vildi í fyrsta sæti eftir Ásmundur Einar Daðason flutti sig til Reykjavíkur. Halla Signý tapaði. Stefán Vagn Stefánsson, lögreglumaður í Skagafirði, hafði betur. Vissulega var við ramman reip að draga. Stefán Vagn kemur úr innsta kjarna Framsóknar í kjördæminu. Sennilega átti Halla Signý aldrei möguleika.

Ekki nóg að stjórnarþingmanninum hafi verið hafnað. Í raun var útreið hennar hreint svakaleg. Hún verður í þriðja sæti listans og ljóst er að þingmennska hennar endar í haust. Alla vega að sinni. Í öðru sæti verður Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Hún er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.

Halla Signý var fyrst kjörin á Alþingi í síðustu kosningum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokksystir hennar Líneik Anna Sævarsdóttir stefndi á fyrsta sæti í Norðaustri. Það gerði einnig Þórarinn Pétursson varaþingmaður, en hann hefur setið mikið á þingi vegna veikinda Þórunnar Egilsdóttur. Þeim var báðum hafnað. Ingibjörg Ólöf Isaksen sigraði. Starfandi þingmenn náðu ekki settu marki. Flokkssystkini þeirra sýndu vilja sinn. Þingmönnunum var hafnað.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: