- Advertisement -

Þingmenn hunsa grasrótina

Það mun hafa pólitískar afleiðingar eins og þeir sömu þingmenn eiga eftir að horfast í augu við.

„Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins um landið er lokið að þessu sinni, ef rétt er skilið. Af heimasíðu flokksins að dæma hafa fundirnir gengið vel og verið fjölsóttir. Það er fagnaðarefni,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vefsíðu sína, styrmir.is

„Hins vegar er þess ekki getið, að á sumum fundunum alla vega var þungt undir fæti vegna orkupakkans. Það kemur ekki á óvart að svo hafi verið og reyndar athyglisvert hvernig þessar miklu umræður um orkupakkann hófust. Þær spruttu sannanlega upp úr grasrót hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og breiddust síðan út,“ bætir hann við.

Ástandið innan Sjálfstæðisflokksins batnar greinilega ekki: „Nú virðist það vera staðfastur ásetningur flestra þingmanna flokksins að hafa þessa grasrót að engu. Það mun hafa pólitískar afleiðingar eins og þeir sömu þingmenn eiga eftir að horfast í augu við,“ skrifar Styrmir og ef marka má það sem hann skrifar, sem eflaust er laukrétt hjá honum, er víst að mikið‘ er fram undan og samþykkt orkupakkans mun skaða flokkinn, ekki síst þingflokkinn, mikið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: