- Advertisement -

Þingmenn, mótmæli og kirkjuklósettið

Réttur til að mótmæla stendur ekki og fellur með hvort okkur líkar málstaðurinn.

Sigrún María Egilsdóttir, sem nú gegnir þingstörfum fyrir Viðreisn, gerði mótmælin á Austurvelli að umræðuefni á Alþingi í gær.

Sigrún María sagði:

„Hér fyrir utan voru haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga, en í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki. Alþingismenn eiga að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu.

Það eru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þarf að taka á og ræða til hlítar; málefni öryrkja, aldraðra en líka flóttafólks. Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: