- Advertisement -

Þingmenn sakna Óttars Proppé

Stjórnarandstöðuþingmenn, hver af öðrum, komu í ræðustól til að ræða fundarstjórn forseta. Þeir töluðu nánast allir á sama veg, þeir söknuðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra, sem var ekki á þingfundi. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kom í ræðustól og sagðist telja víst að ráðherrann væri á aðalfundi Landspítalans.

Hvað verður um sjúkrahússrekstur Klíníkunnar var þingmönnum ofarlega í huga. Málið skýrðist ekki á þingfundinum.

Nichiole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar þingsins, upplýsti að forsvarsmenn Landspítalans mæta á fund nefndarinnar á föstudaginn kemur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: