- Advertisement -

Þingmenn vilja opinbera úttekt á starfi Vegagerðarinnar

„Undanfarin misseri hefur nokkur umræða verið í samfélaginu um störf Vegagerðarinnar, í kjölfar nokkurra mála þar sem ófullkominn frágangur vega leiddi til tjóns og jafnvel dauða vegfarenda,“ segir meðal annars í greinargerð nokkurra þingmanna sem vilja opinbera úttekt á starfi Vegagerðarinnar.

Þingmennirnir vilja að staða Vegagerðinnar verði rædd á þingfundi á morgun.

„Hefur það vakið upp spurningar um hvort starfsemi hennar sé háttað eins og best má vera. Í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem Vegagerðin sinnir og þeirra gríðarlegu fjármuna sem henni er falið að ráðstafa í umboði ríkisins telja skýrslubeiðendur rétt að leggja til að gerð verði sjálfstæð könnun á starfsemi hennar. Með beiðni þessari er því farið fram á að ríkisendurskoðandi geri úttekt á Vegagerðinni og skili Alþingi skýrslu um starfsemi hennar þar sem nokkur nánar tilgreind atriði verði könnuð sérstaklega,“ segir einnig þar.

„Í ár hafa komið upp nokkur tilvik þar sem slys og tjón hafa orðið í kjölfar vegaframkvæmda á sama tíma og mikil innspýting var sett í samgönguframkvæmdir fyrr á árinu í sérstöku fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Hefur því líklega aldrei verið eins rík þörf og nú til að hafa eftirlit með og stuðla að nauðsynlegum úrbótum á starfsemi og skilvirkni stofnunarinnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: